Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, ræðir stöðu mála og næstu skref í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins á opnum fundi í Evrópustofu, miðvikudaginn 11. apríl kl. 17-18.

Nýverið lauk fjórðu ríkjaráðstefnu Íslands og Evrópusambandsins þar sem fjórir samningskaflar voru opnaðir og tveimur lokað aftur til bráðabirgða. Þar með hafa 15 af 33 samningsköflum í aðildarviðræðunum verið opnaðir og tíu lokað aftur til bráðabirgða. Eftir standa 18 kaflar en talið er að sumir þeirra gætu reynst þungir í vöfum, til að mynda kaflarnir um sjávarútveg og landbúnað.

Að loknu erindi Stefáns Hauks mun hann svara spurningum fundargesta.

Allir velkomnir!