Ráðherraráð og þing ESB taka allar endanlegar ákvarðanir um ný lög og reglur sambandsins.  Löggjafarvaldið er í þeirra höndum. Evrópuþingið er skipað lýðræðislega kjörnum fulltrúum frá hverju landi fyrir sig. Ráðherraráðið skipa fagráðherrar hvers málaflokks, frá öllum aðildarríkjum sambandsins, t.d. ráðherrar landbúnaðarmála og umhverfismála þegar þau mál eru til umfjöllunar.

Framkvæmdastjórnin gerir tillögu að lögum eftir víðtækt samráð við öll aðildaríki sambandsins og viðkomandi hagsmunaðilda.  Tillögur framkvæmdastjórnarinnar geta ekki orðið að löggum nema að bæði þing og ráðherraráð samþykki þau.  Verði ágreiningur milli þings og ráðherraráðs um löggjöfina er skipuð sáttanefnd beggja aðila sem reynir að samræma ólík sjónarmið. Náist ekki sátt öðlast lögin ekki gildi.

Ráðherraráð og þing geta veitt framkvæmdastjórninni heimild til setja nánari reglur um einstaka afmörkuð mál. Einnig hefur framkvæmdastjórnin fengið heimildir til að vinna að ýmsum málið fyrir hönd sambandsins og aðildarríkja þess.  Má í því sambandi nefna að framkvæmdastjórnin semur við ríki utan sambandsins um umhverfisvernd, landbúnaðar- og sjávarútavegsmál en endanlegar ákvarðanir eru í höndum ráðherraráðsins og þingsins.

Leiðtogaráð ESB sem í sitja leiðtogar ríkisstjórna hvers lands (oftast kallaðir forsætisráðherrar) tekur ákvarðanir um langtíma stefnumótun sambandsins eins og til dæmis um að hefja aðildarviðræður við umsóknarríki eða að stefna beri að því að taka upp sameiginlega mynt.  Aukið vægi leiðtogaráðsins á undanförnum árum hefur styrk stöðu ríkja sambandsins og dregið úr valdi framkvæmdastjórnarinnar.  Sterkari staða Evrópuþingsins hefur einnig dregið úr völdum framkvæmdastjórnarinnar.

Dómstóll Evrópusambandsins sker svo úr um ágreiningsmál sem upp kunna að koma.

Auk þessa má nefna aðildarríki sambandsins hafa undanfarin ár kallað til svokallaðra ríkjaráðstefna þar sem sáttmálar sambandsins eru endurskoðaðir eða nýjir skrifaðir. Hvert og eitt aðildaríki hefur neitunarvald um breytingar á fyrirliggjandi sáttmálum eða ákvæði nýrra sáttmála.

Heimildir

Þessi texti er saminn sérstaklega af Sterkara Ísland fyrir vefsíðuna http://kannski.is en þar er hægt að finna svör fylgjenda og andstæðinga ESB við ýmsum spurningum sem snerta sambandið og aðild Íslands að því.