Á morgun, þriðjudaginn 31. janúar, verður næsti fundur Evrópuvaktar Samfylkingarinnar haldinn á Kaffi Sólon (efri hæð) klukkan 12.00.

Frummælendur verða að þessu sinni Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri.

Allir velkomnir.

Evrópuvakt Samfylkingarinnar stendur fyrir hádegisfundaröð um Ísland í Evrópu í vetur. Fundirnir verða haldnir annan hvern þriðjudag á Kaffi Sólon (efri hæð) í Bankastræti frá kl. 12.00 til 13.00 og eru öllum opnir. Evrópuvaktin hefur staðið fyrir Evrópuskólum og fræðslufundum innan Samfylkingarinnar. Markmið fundanna og Evrópuskólans eru þau sömu, þ.e. að stuðla að aukinni þekkingu á stöðu Íslands, samvinnu þjóða í Evrópu, ákvarðanatöku og stofnunum ESB og helstu málaflokkum þess. Evrópuvaktin er aðili að samstarfsverkefninu Já Ísland.