Já Ísland hefur gert breytingar á rekstri sínum til þess að nýta betur takmarkað fjármagn. Engir starfsmenn eru lengur á launaskrá  en félagið hefur áfram skrifstofu- og fundaraðstöðu í Síðumúla og rekur sig á grundvelli sjálfboðastarfs fyrst um sinn. Fjármögnun starfseminnar er með frjálsum framlögum einstaklinga og lögaðila hér eftir sem hingað til.

Þær Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir og Sema Erla Serdar hafa látið af störfum fyrir félagið en þær hafa unnið mikið og gott starf fyrir okkur. Þeim eru færðar sérstakar þakkir og óskað velfarnaðar á öðrum vettvangi.

Já Ísland er áfram sameiginlegur vettvangur Evrópusinna, einstaklinga og samtaka. Það er samfélag þeirra sem vilja vinna að aðild Íslands að Evrópusambandinu með því að stuðla að hagstæðum aðildarsamningi og upplýstri og öfgalausri umræðu um aðildina.