Málstofa verður haldin þriðjudaginn 16. október nk. kl. 16:00 – 17:30 í Gyllta salnum á Hótel Borg, í tilefni af 20 ára afmælis innri markaðar ESB.

Fjallað verður um tækifæri á innri markaðnum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Fulltrúar hagsmunaaðila og fyrirtækja munu ræða reynslu sína og þær áskoranir sem framundan eru.

Utanríkisráðuneyti, sendinefnd ESB á Íslandi og Evrópustofa standa að málstofunni sem verður öllum opinn.

Dagskrá málstofunnar verður eftirfarandi:

  • Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ
  • Gauti Marteinsson, verkefnisstjóri Evrópumiðstöðvar, Nýsköpunarmiðstöð Íslands
  • Herweig Lejsek, stofnandi og framkvæmdastjóri Videntifier Forensic
  • Piotr Banas, svið innri markaðar og þjónustu, Framkvæmdastjórn ESB

Stjórnandi umræðu: Kristín Halldórsdóttir, forstöðumaður Evrópumiðstöðvar

Umræður og spurningar úr sal – Móttaka með léttum veitingum

Fróðleikur um innri markað ESB af vef Evrópustofu:

Innri markaður Evrópu varð að veruleika árið 1992 og nær í dag til yfir 500 milljón manna í 27 aðildarríkjum ESB og EES ríkjanna þriggja; Íslands, Noregs og Liechensteins.

Vissir þú að:

  •  EES samningurinn tryggir að Íslendingar geta búið, stundað nám, unnið og farið á eftirlaun í hvaða landi innri markaðarins sem þeir kjósa
  •  EES samningurinn veitir Íslendingum rétt til þátttöku í fjölda samstarfsáætlana ESB á sviði mennta-, menningarmála og rannsókna
  •  Viðskipti milli ESB ríkja jukust úr 800 milljörðum evra árið 1992 í 2.540 milljarða evra árið 2010
  •  Árið 2011 fór 82.7 % af vöruútflutningi Íslands til annarra ríkja á innri markaðinum