Ný könnun sem birtist um helgina í írska blaðinu Irish Times, sýnir að Írar telja að Evrópusambandsaðild sé enn mjög mikilvæg fyrir þjóðina. Áhugavert er að það eru írskir bændur sem eru hliðhollastir  áframhaldandi aðild Íra að Evrópusambandinu eða 81% þeirra samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar.

Samkvæmt skoðanakönnuninni er enn mikið traust á Evrópusambandinu sem stofnun og trúir meirihluti þeirra sem tóku þátt í könnuninni, eða næstum þrír á móti hverjum einum, að það sé betra fyrir Írland að vera innan sambandsins en utan þess, en Írar hafa glímt við efnahagskreppu síðustu mánuði eins og þekkt er.