þorkellÞorkell Sigurlaugsson, viðskiptafræðingur, skrifar áhugaverða grein í Fréttablaðið í dag, miðvikudaginn 27. mars, sem fjallar meðal annars um stöðuna á Kýpur og umræðuna um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu, og afstöðu forystumanna Sjálfstæðisflokksins til málsins.

Í greininni segir Þorkell:

„Síðastliðinn föstudag, 22. mars, skrifar Björn Bjarnason á vefsíðu sinni: „Það er með ólíkindum að hér berjist menn fyrir að Íslendingar komist að sameiginlegri niðurstöðu með stækkunardeild ESB um aðild að sambandinu til að hljóta sömu stöðu og Kýpur, jafnvel enn meira ósjálfstæði vegna samrunaþróunar innan ESB.“ Tilvitnun lýkur.
Á Facebook-síðu sinni sl. sunnudag vitnar Björn í grein eins besta blaðamanns Breta: „Southern Europe lies prostrate before the German imperium.“ „Cyprus is only the first victim of a one-size-must-fit-all policy that is made in Berlin.“

Vandi Kýpur

Það er mjög óeðlilegt að líkja Kýpur og vandamálum þeirra eitthvað við Ísland. Stærðin skiptir ekki öllu máli og vandi Kýpur er allt annar en Íslendinga. Vandi Kýpur snýst um áhrif fjármagnsflæðis frá Rússum og fleirum, peningaþvætti og skattaskjól. Kýpur hefur verið nokkurs konar fjármálamiðstöð með allt of stórt bankakerfi eins og Ísland var fyrir hrun.

Í leiðurum Morgunblaðsins þann 25. og 26. mars er svo gert grín að öllu saman og eins og venjulega gert eins lítið og hægt er úr Evrópusambandinu og farið niður á Ragnar Reykás-plan. Mér finnst ekki við hæfi að fjalla um þessi mál í anda Spaugstofunnar eða Hraðfrétta. Nær væri að upplýsa lesendur um það sem raunverulega er að gerast.“

Þorkell lýkur svo greininni á þessum orðum:

„Kosningaloforðið á ekki að vera að slíta fyrirvaralaust viðræðum við ESB. Það kemur ekki í veg fyrir að sjálfstæðismenn sem það vilja geti verið þeirrar skoðunar að Íslandi sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Þjóðin á aftur á móti rétt á að fá fram niðurstöðu viðræðnanna og kjósa svo um þá niðurstöðu.“

Greinin, sem varpar ljósi á ástandið á Kýpur, má lesa í heild sinni hér.