Oddný G. Harðardóttir, iðnaðarráðherra, sagði á Iðnaðarþingi í dag, þann 15. mars, að Íslendingar geti uppfyllt Maastricht skilyrðin fyrir upptöku evru á næsta kjörtímabili og þar af leiðandi tekið upp evru.

Þá sagði Oddný að gjaldeyrishöftin væru birtingarmynd þess að íslenska krónan geti ekki talist góður kostur fyrir okkur til framtíðar, og að innganga í Evrópusambandið og upptaka evru væri farsælasti valmöguleikinn.

Varðandi skuldastöðu hins opinbera, sem Maastricht skilyrðin fjalla meðal annars um, sagði Oddný að „vegna þess árangurs sem hefur náðst í fjármálum hins opinbera bendi allt til þess að verg skuldastaða hins opinbera að frádregnum skuldum vegna gjaldeyrisvaraforðans gæti verið komin undir 60% af landsframleiðslu árið 2016.“

„Staða ríkisfjármála ætti því ekki að standa í vegi fyrir upptöku evru á næsta kjörtímabili“

Nánar um málið á Eyjunni: http://eyjan.is/2012/03/15/island-gaeti-uppfyllt-maastricht-skilmalana-um-skuldastodu-2016/