Sá lýðræðishalli sem felst í EES samningur er meðal þess sem Maximillian Conrad, kennari í Evrópufræðum við Háskóla Íslands, ræðir um í ágætu viðtali við Klemens Ólaf Þrastarson sem birtist í Fréttablaðinu um helgina. Hann segir þar að afstaða Íslendinga til Evrópusambandsins séu á margan hátt athyglisverð; margir vilji taka þátt í Evrópusamvinnunni en ekki hafa áhrif á hana.

Aðspurður um pólitískan ábata Íslands af aðild að ESB segir Conrad meðal annars: „Pólitískt er uppi vafi um lýðræðislegt lögmæti þeirra reglna sem koma hingað í gegnum EES. Þið þurfið að samþykkja þær, án þess að hafa nokkuð um þær að segja. Pólitískt séð hljóta allir að vilja endurheimta eitthvað af þessu glataða fullveldi. Það hljóta allir að vilja sitja við borðið þar sem er verið að semja um þá. Þetta er augljósasti punkturinn og um leið áhugaverður við afstöðu Íslendinga til Evrópu. Þið viljið taka þátt í samvinnunni, og af góðum ástæðum, en þið gangið ekki alla leið heldur eruð tilbúin til að greiða þetta lýðræðislega gjald sem er að vera ekki viðstödd þegar ákvarðanir eru teknar.“