Evrópustofa, í samstarfi við Endurmenntun Háskóla Íslands, hefur ákveðið að bjóða aftur upp á þriggja kvölda námskeið um ESB.

Námskeiðið, sem kallast Ísland og Evrópa: Samband á tímamótum, var áður haldið á haustönn 2012 en það var afar vel sótt og hlaut góðar umsagnir frá þátttakendum:

 • „Mjög skemmtilega gert og vel framsett“
 • „Mjög fínt námskeið. Gott að fá þetta svona samþjappað og skýrt framsett. Frábært!“

Á námskeiðinu er farið yfir Evrópumálin á aðgengilegan og áhugaverðan hátt út frá sjónarhóli Íslands. Það hentar öllum sem hafa áhuga á Evrópumálum og þjóðmálum almennt og engrar sérþekkingar er krafist. Námskeiðið er skipulagt þannig að það ætti að gagnast öllum sem á annað borð hafa áhuga á málefninu.

Á námskeiðinu er fjallað um:

 • Evrópusambandið og helstu stofnanir þess.
 • Hvernig ákvarðanir eru teknar innan Evrópusambandsins.
 • Aðildarumsókn Íslands að ESB og samningaviðræðurnar sem nú standa yfir.
 • Skuldakreppuna í Evrópu og hverjar afleiðingar hennar gætu orðið fyrir framtíð ESB og Íslands.

Ávinningur þinn:

 • Þú öðlast skilning og þekkingu á innviðum Evrópusambandsins og stofnunum þess.
 • Þú öðlast skilning á því hvernig ákvarðanir eru teknar innan ESB.
 • Þú kynnist því hver staða Íslands innan sambandsins yrði að öllum líkindum ef landið gengi í ESB.
 • Þú færð innsýn og yfirsýn yfir þróun Evrópusamvinnu og stöðu Íslands í Evrópu.
 • Þú færð þekkingu á hvernig aðildarviðræður ganga fyrir sig og hvað megi búast við að fá út úr þeim.
 • Þú öðlast skilning á skuldakreppunni í Evrópu og hvaða þýðingu hún hefur fyrir Ísland.
 • Þú öðlast færni í að meta sjálfstætt hvort hagsmunum Íslands sé betur borgið innan eða utan sambandsins.

Fyrir hverja:

Fyrir alla sem hafa áhuga á Evrópumálum og þjóðmálum almennt. Engrar sérþekkingar er krafist. Námskeiðið er skipulagt þannig að það ætti að gagnast öllum sem á annað borð hafa áhuga á málefninu.

Kennarinn:

Auðbjörg Ólafsdóttir er stjórnmálafræðingur og hagfræðingur að mennt og starfar í Greiningu Íslandsbanka. Áður starfaði Auðbjörg sem blaðamaður og fréttastjóri hjá Viðskiptablaðinu og Reuters fréttastofunni.

Námskeiðið fer fram þriðjudagana 12., 19. og 26. febrúar milli klukkan 20.15 og 22.15. Námskeiðið er haldið í húsnæði Endurmenntunar, Dunhaga 7, og er þátttökugjald 3000 kr.

Hægt er að skrá sig til 8. febrúar og er það gert á heimasíðu Endurmenntunar.