Ný könnun Eurobarometer sýnir að Íslendingar eru mun jákvæðari í garð aðildar að Evrópusambandinu í nóvember 2010 en í maí. Í þessari könnun var spurt hvort aðild að ESB  yrði Íslandi til hagsbóta. Um 38% segja að aðild yrði til hagsbóta en 48% að hún yrði ekki til hagsbóta. Sambærilegar tölur frá maí 2010 voru 29% og 58%.

Nú telja 28% aðspurðra að aðild Íslands að ESB væri almennt góð en 34% að aðild væri almennt slæm. Þetta er talsverð breyting frá fyrri könnun en þá voru sambærilegar tölur 19% og 45%. Á milli kannana eru álíka margir sem telja aðild hvorki góða né slæma eða 32% í fyrri könnuninni en 30% í þeirri síðari. Í báðum tilvikum er um 10 prósentustiga sveifla til jákvæðra frá neikvæðum.

Enn meiri munur er þegar spurt er um efnahags- og myntbandalag með einn gjaldmiðil, evruna. Nú eru 66% fylgjandi en 28% andvígur. Í maí voru 51% fylgjandi en 41% andvíg. Það vekur sérstaka athygli að helstu stofnanir ESB njóta meira trausts meðal Íslendinga en Alþingi, ríkisstjórnin og stjórnmálaflokkarnir.

Sjá könnunina í heild: EUROBAROMETER 74