Við Íslendingar ræðum mest um eigin hagsmuni og um það hvað við getum haft upp úr aðild að Evrópusambandinu. Minna fer fyrir því í umræðunni hvað við gætum lagt af mörkum sem gamalgróin Evrópuþjóð,“ skrifar Ingimundur Gíslason augnlæknir, í grein í Fréttablaðinu í dag.

Ingimundur skrifar:

„Það sem nú gerist á meginlandi Evrópu kemur Íslendingum svo sannarlega við. Íslendingar njóta ekki lengur verndar fjarlægðarinnar.

Ýmislegt má segja um Evrópusambandið eins og það kemur okkur fyrir sjónir í dag. Skuldakreppa landa við Miðjarðarhaf, skrifræði og tímabundnar deilur aðildarríkja eru áberandi. En það breytir því ekki að hér er um að ræða samtök frjálsra og fullvalda ríkja sem oftast hefur tekist að leysa úr vandamálum líðandi stundar. Alla vega er aðdráttarafl Evrópusambandsins mikið. Flest ríki Evrópu sem ekki eiga aðild sækja það fast að fá að vera með. Við megum heldur ekki gleyma því að þessi samvinna á sviði stjórnmála og ekki síst efnahagsmála og viðskipta er grunnstoð varðveislu friðar í álfunni um ókomna tíð.

Íslendingar eiga að leggja sitt af mörkum í friðarbaráttunni og ganga hnarreistir á vit aukinnar samvinnu við ríki Evrópu.“

Greinina má lesa í heild með því að smella hér.