Á vef Alþýðusambands Íslands kemur fram eftirfarandi tilkynning um opinn morgunverðarfund um gjaldmiðilsmál:

„Þriðjudaginn 10. janúar stendur Alþýðusamband Íslands fyrir morgunverðarfundi um gjaldmiðilsmál. Yfirskrift fundarins er Íslenska krónan – bölvun eða blessun. Haldin verða fjögur stutt erindi og að þeim loknum verður opnað fyrir umræður. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og stendur frá kl. 8-10. Fundurinn er öllum opinn.“

Erindin sem flutt verða á fundinum eru eftirfarandi:

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ: Hvaða valkosti eigum við í gjaldmiðilsmálum?

Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabanka Íslands: Munurinn á því að taka upp gjaldmiðil einhliða eða taka upp evru með aðild að ESB.

Friðrik Már Baldursson, forseti Viðskiptadeildar HR: Kostir sveigjanlegs gjaldmiðils við hagstjórn.

Ragnar Árnason, prófessor við HÍ:Gjaldmiðilsmálin eru brennidepli og munu verða það á næstu misserum.