Stöðu Íslands sem aðila að evrópska efnahagssvæðinu má lýsa með eftirfarandi dæmisögu: Þegar íslensku sendifulltrúarnir sömdu við Brussel síðast vildu þeir að á fána Evrópusambandsins væri sérstök íslensk stjarna og gerðu þeir kröfu um að hún yrði öðruvísi á litinn en hinar stjörnurnar. Samningamenn ESB áttu von á slíkri ósk og sögðum að þetta væri auðsótt mál, svo framarlega sem þingið í Brussel fengi að velja litinn. Íslendingarnir gengu að þessu og gátu ekkert aðhafst þegar samþykkt var að íslenska stjarnan yrði blá.

Jón Karl Helgason