Fimmtudaginn 13. desember, standa Sendiráð Ítalíu og Háskóli Íslands fyrir málþingi í Hátíðarsal Háskóla Íslands, milli klukkan 15.00 og 17.00, undir yfirskriftinni „Ítalía og Ísland: fjármálakreppa með og án evru.

Á vef Háskóla Íslands segir um málþingið:

Aðferðir ítalskra og íslenskra stjórnvalda til þess að takast á við afleiðingar hinnar alþjóðlegu efnahags- og fjármálakreppu eru meginviðfangsefni opins málþings sem Seðlabanki Íslands, Sendiráð Ítalíu á Íslandi og Háskóli Íslands standa saman að fimmtudaginn 13. desember kl. 15:00-17:00 í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Yfirskrift málþingsins er „Ítalía og Ísland: fjármálakreppa með og án evru“.

Markmið málþingsins að varpa skýrara ljósi á hvernig Ítalía, sem aðili að ESB og evrusvæðinu, og Ísland, sem aðili að EES-samningnum og með sinn eigin gjaldmiðil, tókust á við hina alþjóðlegu efnahags- og fjármálakreppun og að setja reynslu þeirra í alþjóðlegt og evrópskt samhengi. Á málþinginu munu fulltrúar beggja landa ásamt fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi fjalla um ólíka nálgun þjóðanna við lausn efnahagserfiðleika sinna.

Dagskrá:

Setning:

15:00-15:05 Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands
15:05-15:10 Antonio Bandini, sendiherra Ítalíu á Íslandi

Inngangsávarp:

15:10-15:20 Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra

Erindi:

15:20-15:40 Giannandrea Falchi, framkvæmdastjóri skrifstofu bankastjóra Seðlabanka Ítalíu, ræðir um reynslu evruríkjanna í fjármálakreppunni með sérstakri áherslu á Ítalíu.
15:40-15:55 Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands, fjallar um áhrif hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu á Íslandi í samanburði við önnur lönd innan og utan evrusamstarfsins.
15:55-16:10 Gylfi Zoëga, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd, ræðir þær áskoranir sem fram undan eru í íslensku efnahagslífi.
16:10-16:25 Franek Rozwadowski, fastafulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi, fjallar um aðlögunarferli Íslands í alþjóðlegu samhengi.

16:25-16:55 Pallborðsumræður

Samantekt:

16:55-17:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri

Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir en það fer fram á ensku. Sendiráð Ítalíu á Íslandi býður upp á léttar veitingar í lok málþings.