RTEmagicC_agnes_hubert_01.jpgAgnes Hubert, ráðgjafi á skrifstofu stefnumótunarráðgjafa í Evrópumálum, flytur erindi um hvernig kynjajafnrétti hefur stuðlað að samruna í Evrópu á opnum fundi á Hótel KEA, Akureyri, fimmtudaginn 20. júní kl. 12:00 og  í Norræna húsinu föstudaginn 21. júní kl. 12:00.

Flestir eru sammála um að ESB hafi haft mikil áhrif á þróun jafnréttismála í aðildarríkjum ESB. Krafan um launajafnrétti hefur verið til staðar í sáttmálum sambandsins frá árinu 1958 og frá þeim tíma hefur ESB markvisst þróað stefnu um jafnréttismál kynjanna. Kynjajafnrétti er nú eitt af grundvallaratriðum Evrópusamrunans og þarf að samþætta það inn í öll stefnumarkmið ESB. Í erindi Hubert verður fjallað um hvernig áhrif frá stofnunum,  háskólasamfélaginu og fleiri aðilum hafa mótað stefnuna, helstu skref sem hafa verið tekin innan hennar og árangurinn metinn. Í framhaldinu verður sjónarhorninu beint að kynjajafnrétti og áhrifum þess á ESB.

Hubert hefur starfað lengi hjá framkvæmdastjórn ESB og er sérfræðingur hjá BEPA, Bureau of Economic Policy Advisors. Hún hefur skrifað fjölmargar greinar og tvær bækur, þróað og kennt námskeið um ESB og kyngervi við Fletcher School of Law & Diplomacy (Tufts University) og við Center for Political and Constitutional Studies í Madrid á Spáni. Þá hefur hún rannsakað samverkandi og styrkjandi áhrif kynjajafnréttis og Evrópusamrunans hvort á annað.

Allir velkomnir.