Kæru félagar, vinir og velunnarar Já Ísland.

Þann 29. nóvember verður árleg jólagleði okkar haldin á Kaffi Reykjavík, Vesturgötu 2, 101 Reykjavík. Gleðin hefst klukkan  19.00 og mun standa fram eftir kvöldi. Dagskráin er hin glæsilegasta og veitingarnar ekki síðri. Boðið verður upp á jólalegt smurbrauð og jólalegt öl.

Dagskrá jólagleðinnar:

19.00    Mæting á Kaffi Reykjavík

19.30    Matur borinn fram

20.00    JólaPubQuiz með Semu Erlu

21.00 ESB uppistand með Berg Ebba, einum af Mið-Ísland bræðrunum

21.30    Bestu Jólalögin í flutningi Svavars Knúts

22.00    Evrópugleði fram eftir kvöldi

Veislustjóri er Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, leikkona.

Aðgangseyrir eru 2000 kr. sem greiðast við innganginn. Athugið að við biðjum ykkur að skrá ykkur hið fyrsta með því að senda póst á jaisland@jaisland.is eða í síðasta lagi fyrir 27. nóvember.