Þann 1. september síðastliðinn átti að taka gildi hér á landi reglugerð um merkingar og rekjanleika á erfðabreyttum matvælum og fóðri, en slík merking er skylda í öllum Evrópulöndum. Reglugerðin tók gildi árið 2003 í Evrópusambandinu og á að taka gildi í EES-ríkjunum sömuleiðis.

Raunin varð þó önnur þar sem Jón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra hefur gefið út reglugerð sem frestar gildistökunni til 1. janúar 2012. Þessu mótmæla Samtök lífrænna neytenda og Slow-Food Reykjavík sem telja frestunin „sýnir algera fyrirlitningu gagnvart íslenskum neytendum“ og að hér séu hagsmunaaðilar teknir fram yfir neytendur.

Nánar er fjallað um málið á DV.is í dag http://www.dv.is/consumer/2011/9/5/blaut-tuska-i-andlit-neytenda/