Við hjá Já Ísland tökum fagnandi á móti hópum sem hafa áhuga á að koma í hressandi kynningarferð til okkar að fræðast um Evrópusambandið, mögulega aðild Íslands að ESB og hvers vegna við hjá Já Ísland viljum ganga í ESB.

Við tökum á móti gestum í húsakynnum okkar í Síðumúla 8, 2. hæð, og boðið er upp á veitingar meðan á heimsókninni stendur.

Jafnframt erum við með vaskan hóp fólks sem er reiðubúinn til þess að fara og heimsækja hópa og halda fræðandi og skemmtilega fyrirlestra um ESB og afstöðu okkar til aðildar.

Heimsóknirnar eru sniðnar að hverjum hóp fyrir sig og eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Hóparnir geta verið allt frá 10 – 50 einstaklingar, svo hvort sem um ræðir saumaklúbba, vinnustaði eða aðra hópa, ekki hika við að hafa samband við okkur ef áhugi er á að koma í heimsókn eða fá okkur til þín.

Hafðu samband við okkur í síma 517 8874 eða sendu tölvupóst á Semu Erlu, verkefnastjóra, semaerla@gmail.com, til þess að taka frá dag fyrir þig og þína.