Þann 22. janúar munu Króatar kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Niðurstaðan er ekki bindandi fyrir stjórnvöld, en verði aðild samþykkt mun Króatía verða 28. aðildarríki Evrópusambandsins hinn 1. júlí á næsta ári.

Um 58% stuðningur við aðild mælist nú í Króatíu, en í apríl á síðasta ári sýndu skoðanakannanir að 26% vildu ganga í ESB.

Króatía sótti um aðild að ESB árið 2003 og undirritaði aðildarsamning í Desember 2011.

Nánar um málið hér: http://euobserver.com/15/114794