Í gær, þann 22. janúar, héldu Króatar þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarsamning sinn við Evrópusambandið, en landið sótti um aðild árið 2003.

Króatar samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslunni aðild með um 66% atkvæða.

Nú þurfa þjóðþing aðildarríkjanna 27 einnig að samþykkja aðildina og áætlað er að Króatía verður 28. aðildarríkið þann 1. júlí 2013.

Króatía verður þá annað ríkja fyrrum Júgósalvíu sem gengur í sambandið, en Slóvenía fékk aðild árið 2004.