Króatar undirrituðu í morgun, 9. desember, aðildarsamning að Evrópusambandinu. Það voru Jadranka Kosor, forsætisráðherra Króatíu, og Ivo Josipovic, forseti landsins, sem undirrituðu samninginn.

Gert er ráð fyrir inngöngu Króatíu þann 1. júlí 2013, en á næsta ári mun Króatía halda þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn. Samkvæmt frétt á Rúv gefa nýjustu kannanir til kynna að um 60 af hundraði landsmanna séu fylgjandi aðild Króatíu.