Fjölmenni
Vel á annað hundrað manns sóttu aðalfund Já Ísland þann 15. október á Hilton Reykjavík Nordica. Ný stjórn var kosin áfram 114 manna framkvæmdaráðs.

IMG_0849Fundarsókn er glöggt merki um mikinn áhuga á starfi félagsins og Evrópumálunum. Fjöldi félagsmanna hefur vaxið hratt á undanförnum mánuðum og eru skráðir félagsmenn um 3.500.  Þá má geta þess að yfir 8.000 manns hafa merkt við síðu samtakanna á Facebook. Óhætt er að segja að mjög aukinn kraftur hafi færst í starfið eftir að utanríkisráðherra tilkynnti að viðræðum væri hætt og samninganefnd Íslands leyst upp.

Erindi Gylfa og Þorsteins
Gestir fundarins voru Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA og fjölluðu þeir um fyrirhugaða úttekt á aðildarviðræðum við Evrópusambandið, þróun ESB og valkostum í efnahagsmálum, sem þau ásamt Viðskiptráði eru að hleypa af stokkunum. Þess má geta að Félag atvinnurekenda hefur bæst í þennan hóp þannig að það eru fern samtök sem standa fyrir verkefninu

Þeir sögðu frá ástæðum þess að samtök þeirra hafa ákveðið að láta fara fram úttekt á stöðu Íslands gagnvart Evrópusamrunanum. Gylfi sagði að ASÍ þing árið 2009 hefði ályktað að sækja ætti um aðild að ESB og láta þjóðina síðan útkljá málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Málið væri ekki flokkspólitískt og það væri réttur þjóðarinnar að kjósa um málið.

Þorsteinn sagði að í ástandi í íslensku efnahagslífi með gjaldeyrishöftum og viðvarandi háa vöxtum væri út í hött að loka einni hugsanlegri leið til að losna úr þessari prísund. Stýrivextir eru hér um 6% á meðan þeir eru 1/2 % í evrulöndum. Lífeyriskerfið okkar væri í mikilli klemmu því ekki væri hægt að fjárfesta erlendis. Heimilin eru þrisvar sinnum skuldsettari nú en þau voru þegar „Þjóðarsáttarsamningarnir“ voru gerðir árið 1990. Þorsteinn sagðist ekki vera búinn að gera upp við sig hvort okkur væri betur borgið innan eða utan ESB. En þó væri ljóst að hann vildi fá að greiða um það atkvæði að undangengnum vönduðum samningaviðræðum við sambandið. Báðir gestir svöruðu síðan nokkrum spurningum úr sal.

Fundarmenn voru einhuga um að halda áfram öflugri baráttu fyrir því að klára aðildarsamning við ESB og bera undir þjóðina. Öðru vísi getur aðild Íslands að Evrópusambandinu ekki orðið að veruleika.

Samkvæmt nýjustu könnun Þjóðgáttar Maskínu í byrjun október vilja tæplega 52% Íslendinga að Ísland haldi áfram aðildarviðræðum við Evrópusambandið en tæplega 35% vilja að þeim verði slitið. Þá vilja 67% þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið.

Nánar má lesa um könnun Maskínu á vefsetri fyrirtækisins.

Kosning í stjórn og framkvæmdaráð

Stjórn var kjörin á fundinum og er hún þannig skipuð:

Formaður:
Jón Steindór Valdimarsson, lögfræðingur

Aðalmenn:
Andrés Pétursson, sérfræðingur
Anna Margrét Guðjónsdóttir, ráðgjafi
Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri
Hörður Unnsteinsson, stjórnmálafræðingur
Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóri

Varamenn:
Ásdís J. Rafnar, hrl.
Daði Rafnsson, stjórnmálfræðingur

Framkvæmdaráð:
Samkvæmt lögum félagsins skal skipað framkvæmdaráð til að vera stjórn til ráðgjafar um stefnu og framkvæmd hennar. Gert er ráð fyrir að þar sitji a.m.k. 30 fulltrúar. Það fór svo að 114 manns sóttust eftir að sitja í ráðinu komandi starfsár. Það lofar sannarlega góðu um framhaldið en ráð er afar vel skipað.

Þessi skipa framkvæmdaráð 2013 – 2014:

Agnar H. Johnson framkvæmdastjóri
Albertína Elíasdóttir verkefnastjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða
  og bæjarfulltrúi
Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Arna Lára Jónsdóttir verkefnastjóri á Nýsköpunarmiðstöð Íslands
  Ísafirði og bæjarfulltrúi
Arndís Kristjánsdóttir lögfræðingur
Árni Björn Guðjónsson húsgagnasmíðameistari
Árni Finnsson  
Árni Zophoniasson eigandi Miðlun ehf.
Ásgeir Runólfsson hagfræðingur
Baldur Dýrfjörð forstöðumaður
Baldur Þórhallsson prófessor
Baldvin Jónsson viðskiptafræðingur
Bergur Ebbi Benediktsson lögfræðingur
Bergþór Skúlason tölvunarfræðingur
Birna Hreiðarsdóttir lögfræðingur
Bjarni Þór Sigurðsson verkefnastjóri og varaformaður VR
Björn B. Björnsson kvikmyndagerðarmaður
Björn G. Ólafsson stjórnmálahagfræðingur
Bolli Héðinsson hagfræðingur
Bragi Skaftason tryggingaráðgjafi
Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir stjórnmálafræðingur
Brynhildur Pétursdóttir alþingismaður
Davíð Stefánsson ráðgjafi
Dóra Magnúsdóttir MPA, framkvæmdastjóri
Edda Rós Karlsdóttir hagfræðingur
Einar Gunnarsson blikksmiður og byggingafræðingur
Elín Arnar ritstjóri
Ellisif Tinna Víðisdóttir lögfræðingur
Elvar Örn Arason stjórnsýslufræðingur
Finnur Pálmi Magnússon tölvunarfræðingur
Freyja Steingrímsdóttir stjórnmálafræðingur
Friðrik Már Baldursson prófessor
G. Pétur Matthíasson upplýsingafulltrúi
G. Valdimar Valdemarsson kerfisfræðingur
Gísli Baldvinsson nemi í stjórnmálafræðum
Gísli Hjálmtýsson framkvæmdastjóri
Grímur Atlason framkvæmdastjóri
Guðjón Sigurbjartsson framkvæmdastjóri
Guðmundur Gunnarsson fv. formaður Rafiðnaðarsambandsins
Guðmundur Steingrímsson alþingismaður
Guðrún Pétursdóttir lífeðlisfræðingur
Gunnar Tryggvason verkfræðingur
Gunnar Þórðarson viðskiptafræðingur
Gylfi Zoega prófessor
Halldór Zoega verkfræðingur
Halldóra J. Rafnar sagnfræðingur
Hanna Katrín Friðriksson framkvæmdastjóri
Hans Kristján Guðmundsson eðlisverkfræðingur
Haraldur Flosi Tryggvason lögfræðingur
Haraldur Ó. Tómasson læknir
Helga Vala Helgadóttir lögmaður
Helga Valfells framkvæmdastjóri
Helgi Hákon Jónsson viðskiptafræðingur
Helgi Jóhann Hauksson stjórnmálafræðingur
Helgi Magnússon framkvæmdastjóri
Helgi Pétursson tónlistarmaður
Hilmar V. Pétursson forstjóri CCP
Hlíf Steingrímsdóttir læknir
Höskuldur Einarsson kerfisstjóri
Íris Lind Sæmundsdóttir lögfræðingur
Jóhannes Benediktsson verkfræðingur
Jón Karl Helgason bókmenntafræðingur
Jón Kristinn Óskarsson loftskeytamaður
Jón Páll Haraldsson  
Jón Sigurðsson forstjóri Össurar
Jón Sigurðsson rekstrarhagfræðingur, fv. skólastjóri
Kalla Björg Karlsdóttir framkvæmdastjóri
Katrín Júlíusdóttir alþingismaður
Katrín Ólafsdóttir lektor
Katrín Þorvaldsdóttir framkvæmdastjóri
Kristín Pétursdóttir stjórnarformaður Auðar Capital
Kristján B. Ólafsson rekstrarhagfræðingur
Leifur Björnsson rútubílstjóri og leiðsögumaður
Lúðvík Emil Kaaber lögmaður
Magnús Ólafsson framkvæmdarstjóri Áltaks og Formtaks
Margrét Guðmundsdóttir forstjóri
Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri Pfaff og
  formaður SVÞ – samtaka verslunar og þjónustu
María Kristín Gylfadóttir sérfræðingur hjá Rannís
Oddný G. Harðardóttir alþingismaður
Ómar Már Jónsson sveitarstjóri
Óttarr Ólafur Proppé alþingismaður
Pawel Bartoszek stærðfræðingur
Páll Rafnar Þorsteinsson heimspekingur
Pétur Gunnarsson blaðamaður
Pétur J. Eiríksson hagfræðingur
Pétur Óskarsson rekstrarhagfræðingur
Saga Garðarsdóttir leikkona
Sandra Berg Cepero M.A í alþjóðaviðskiptum
Sema Erla Serdar stjórnmála- og Evrópufræðingur
Signý Sigurðardóttir rekstrarfræðingur
Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir verkfræðingur
Sigríður Rafnar Pétursdóttir lögfræðingur
Sigrún Gísladóttir fv. skólastjóri
Sigurður H. Einarsson vélvirki
Sigurður Kaiser sviðshönnuður og nemi við Háskólann á Bifröst
Sigurður Sigurbjörnsson tryggingar- og lífeyrisráðgjafi
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir stjórnmálafræðingur
Svana Helen Björnsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins
Svanborg Sigmarsdóttir stjórnmálafræðingur
Sveinn Hannesson framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar
Sverrir Arngrímsson viðskiptafræðingur
Sæmundur E. Þorsteinsson verkfræðingur
Tótla I. Sæmundsdóttir grafískur hönnuður
Úlfar Hauksson stjórnmálafræðingur
Valborg Ösp Á. Warén stjórnmálafræðingur
Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentor
Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður
Vilhjálmur Þorsteinsson frumkvöðull
Vilmundur Jósefsson fv. formaður Samtaka atvinnulífsins
Þorkell Helgason fv. orkumálastjóri
Þorsteinn Pálsson fv. forsætisráðherra
Þórður Áskell Magnússon framkvæmdastjóri
Þórður Magnússon stjórnarformaður Eyris