Fimmtudaginn 17. nóvember klukkan 20.00 stendur Já Ísland fyrir opnum kvennafundi í gamla Húsmæðraskólanum á Akureyri, Þórunnarstræti 99. Efni fundarins eru neytendamál, atvinnumál og Evrópusambandið.

Frummælendur verða Brynhildur Pétursdóttir ritstjóri Neytendablaðsins og Fjóla Björk Jónsdóttir aðjúnkt við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri.

Einnig verða örræður frá konum.

Fundurinn verður með léttu ívafi. Stuttar framsögur,  léttar veitingar og skemmtiatriði.

Allar konur velkomnar.