Kvenréttindi og ESB

Staðsetning
Salur Já Ísland
Síðumúli 8, 108 Reykjavík.
febrúar 5, 2015
kl. 17:30:00 til 17:30:00.


Já Ísland boðar til fundar fimmtudaginn 5. apríl.

Á fundinum flytur Silja Bára Ómarsdóttir erindi:

Staða kvenna og kvenréttinda í Evrópusambandinu: Fæðingarorlof, kynjakvótar og jafnrétti.

silja_baraÍ erindinu ræðir Silja Bára nokkur verkefni á sviði jafnréttismála sem hafa staðið í Evrópusambandinu. Eru þetta atriði sem draga úr áhuga kvenna á ESB, eða bjóða þau upp á sóknarfæri fyrir femínista? Meðal þess sem tekið er fyrir er starf European Women’s Lobby og verkefni Jafnréttisstofnunar ESB og jafnréttisstarf í öðrum evrópskum stofnunum.

Silja Bára Ómarsdóttir er aðjúnkt við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Hún er alþjóðastjórnmálafræðingur að mennt og rannsakar m.a. áhrif femínisma á utanríkisstefnu og öryggismál. Hún hefur áður starfað hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og á Jafnréttisstofu, og setið í ýmsum stjórnum og nefndum á sviði jafnréttismála á Íslandi og erlendis.

Fundurinn er öllum opinn.

Unnt er að skrá sig hér á Facebook.