Þann 12. janúar næstkomandi standa fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa fyrir kynningu á styrkja og samstarfsmöguleikum á vegum evrópskra og norrænna samstarfsáætlana. Kynningin mun fara fram á Háskólatorgi milli klukkan 15 og 17.30.

Um er að ræða kjörið tækifæri fyrir einstaklinga, skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til samstarfs á flestum sviðum menntunar, menningar og atvinnulífs.

Þær áætlanir sem verða kynntar eru:

Menntaáætlun ESB
7. rannsóknaráætlun ESB
Evrópa unga fólksins
Menningaráætlun ESB
EURES – Evrópsk vinnumiðlun
Enterprise Europe Network
Norðurslóðaáætlun
Euroguidance
eTwinning – rafrænt skólasamstarf
Nora
Europass
Almannavarnaáætlunin
COST
MEDIA
Evróvísir
Samkeppnis og nýsköpunaráætlun ESB
Euraxess – Rannsóknarstarfatorg
Espon
Norrænt samstarf