Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, telur að matvælaverð muni lækka og að lánakjör Íslendinga verði hagstæðari ef Íslendingar ganga í Evrópusambandið. Þetta kemur fram í viðtali við hann á vefnum Þjóð: Hugleiðingar um aðild Íslands að Evrópusambandinu. 

Í viðtalinu segir Gísli meðal annars: „Ég hef sagt að fyrir neytendur, sem ég starfa fyrir núna, þá muni kannski réttindi þeirra ekki breytast mikið meira því þau eru mjög góð vegna reglna frá Brussel … en ég held að hagur neytenda muni breytast töluvert, og það hafa skýrslur hagfræðinga og annarra sérfræðinga leitt líkum að, að matarkarfan muni lækka og lánin verða hagstæðari. Það verður engin verðtrygging lengur ef við tökum einhvern tímann upp evru. Ég held að verðtryggingin standist ekki Evrópureglur, það mætti nú bara láta reyna það.“