Í Fréttablaðinu í dag, þann 21. september, birtist grein eftir Helga Magnússon, formann Samtaka Iðnaðarins. Þar fjallar hann meðal annars um að tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið verði kláraðar.skoðanakönnun sem Fréttablaðið birti fyrir stuttu.

Helgi fjallað síðan um heimsókn Philippe de Buck, framkvæmdastjóra BUSINESSEUROPE, til Ísland um miðjan mánuðinn, þar sem hann fjallaði meðal annars um að vandi Grikkja væri ekki til kominn vegna Evrópusambandsins eða evrunnar, heldur vegna agaleysis þeirra sjálfra.

Helgi tengir þetta síðan við aðildarumsókn Íslands að Evróusambandinu og íslensku krónuna og spyr:  „trúa menn því að krónan geti dugað okkur til frambúðar – óvarin?“ Valið standi um íslensku krónuna og væntanlega gjaldeyrishöft eða samstarf við aðrar þjóðir í gjaldmiðlamálum þar sem  horft er til alþjóðlegra viðskipta og alþjóðlegs samstarfs í auknum mæli.

Helgi, sem og Samtök Iðnaðarins telja því að best sé að klára aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið, í náinni samvinnu við atvinnulífið og aðra hagsmunaaðila, með það að markmiði að tryggja hagsmuni þjóðarinnar með sem hagstæðustum samningum til langs tíma.

Greinina í heild sinni má finna hér: http://visir.is/landsmenn-vilja-kjosa/article/2011709219995