peningar

Barátta okkar kostar fé. Sem betur fer styðja margir við bakið á okkur en betur má ef duga skal.

Ert þú aflögufær?

Hér eru nokkrar einfaldar leiðir til þess að styrkja okkur fjárhagslega.

Stofna reglulega eða fasta greiðslu í heimabanka
Þessi leið er góð því þá sjáum við tekjustreymi fram í tímann. Í öllum heimabönkum er boðið upp á að stofna reglulegar eða fastar greiðslur inn á tiltekinn reikning. Þá er ákveðið að taka ákveðna upphæð í hverjum mánuði og leggja inn á reikninginn okkar: 114-26-874 og kennitalan er 681009-0860.

Leggja eingreiðslu inn á bankareikning
Einfaldasta leiðin til þess að styrkja starf Já Ísland er að leggja beint inn á reikning félagsins 114-26-874 og kennitalan er 681009-0860.

Kosturinn við að fara þessar leiðir sem nefndar eru hér að ofan er sá að greiðslur renna óskertar til Já Íslands því enginn viðbótarkostnaður fylgir greiðslunni.

Greiða með kreditkorti
Þessi leið er þægileg og örugg. Já Ísland hefur samning við fyrirtækið Korta um að annast greiðslumiðlun. Til þess að fara þessa leið þarf að fylla út þetta FORM. Þar er ákveðin tiltekin mánaðargreiðsla. Já Ísland ber kostnað af millifærslunni sem er ekki mikill.

Fá senda kröfu í heimabanka
Þá sendir þú nafn og kennitölu á jaisland@jaisland.is ásamt þeirri upphæð sem þú vilt styrkja félagið um á hverjum mánuði. Þá birtist krafa reglulega í heimabankanum þínum. Sá böggull fylgir þó skammrifi við þessa leið að við upphæðina sem þú greiðir bætist við kostnaður sem bankinn tekur til sín, nú um 175 kr sem lendir á greiðanda. Ef styrkurinn er lág upphæð verður upphæð þessa aukakostnaðar ansi hátt hlutfall.

Það breytir ekki því að mörgum finnst þessi leið þægileg og einföld.

HVER KRÓNA ER MIKILVÆG – FRAMLAG ÞITT SKIPTIR MÁLI

Já Ísland færir öllum þeim sem hafa styrkt og  munu styrkja reksturinn og baráttuna hjartans þakkir.