Leiðin að Já-inu – talsmannanámskeið!

Staðsetning
Grand Hótel Reykjavík - Hvammur
, 105 Reykjavík. ( Sjá kort )
september 24, 2011
kl. 10:00:00 til 15:00:00.


Hressir evrópusinnar

Kæru evrópusinnar og félagsmenn Já Ísland!

Nú er kominn tími til að bretta upp ermar, framundan er verkefnið að sannfæra þjóðina um að Íslandi sé betur borgið innan ESB og því erum að undirbúa stórsókn þar sem við ætlum að hitta fólk á vinnustöðum, í skólum og á fundum – um allt land næstu mánuðina

Til að tryggja að við séum sem best undirbúin, bjóðum við nú upp á sérstakt talsmannanámskeið fyrir ykkur sem langar að taka beinan þátt í þessu mikilvæga verkefni.

Á þessu metnaðarfulla námskeiði höfum við fengið til liðs við okkur innlenda og erlenda atvinnumenn sem munu undirbúa okkur betur undir það sem framundan er.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu og verður með óhefðbundnu sniði – og lofað er að engum á að leiðast!

Við komum saman laugardaginn 24. september á Grand hótel milli 10 – 15.

Takmarkaður sætafjöldi er í boði.

Ef þú hefur áhuga á að vera með sendu þá sem allra fyrst póst á sterkaraisland@sterkaraisland.is

Námskeiðið er aðeins opið fyrir félagsmenn Já Íslands eða aðildafélaga þeirra.

Hægt er að skrá sig í félagið á heimasíðunni okkar www.jaisland.is