Í grein dagsins fjallar Árni Björn, húsgagnasmíðameistari, um það hvernig við förum með jörðina okkar, framtíðarsýn og tilraunir Evrópusambandsins til þess að búa okkur betri framtíðarsýn. Greinina má lesa hér fyrir neðan.

Við búum hérna á jörðinni okkar sem er agnarlítill depill í geimnum. Svo lítill að að við erum ekki millimetri í þessum stærðarhlutföllum.

Þess vegna er þetta allt  svo merkilegt að við eigum að fyllast lotningu fyrir þessu undursamlega hlutverki okkar að vera skynigæddar verur í lífinu á jörðinni. Uppruni teguna lífssins á jörðinni er undursamleg, svo undursamlegt að hin mestu visindi eru ennþá að leita að upprunanum.

En jörðin er að mörgu leiti ógnvænleg og undur dásamleg svo að við undrumst hamfarirnar og svo einnig dásemdir sólgeislanna og regnsins og hins tæra lofts og vatns. En maðurinn hefur ekki farið vel með og notað  skynfæri sín er kemur að verndun jarðarinnar. Eyðilegging mannsins á náttúrunni blasir við og er svívirðileg á mörgum sviðum og er ég ekki sammála þeim kenningum að jörðin og dýrin  eigi að vera manninum undirgefin. Þetta hefur valdið því að maðurinn hefur eyðilagt jörðina og eytt lífskilyrðum mannsins.

Notum skynsemina og lítum til framtíðar. Það blasir við tortíming jarðarinnar. Saga mannkynsins er einnig blóði drifin. Skynsemi mannsins er ekki alltaf notuð til góðs þó maðurinn hafi framkvæmt fjölmargt til góðs og framfarir miklar. En ágirnd mannsins hefur skekið mannlífið eins og plága alla tíð. Kerfi þau sem maðurinn hefur búið til hafa verið misnotuð  til eigin hagsmuna og hafa þvi brugðist.

Styrjaldir hafa geysað frá myndun mannkyns og margar þjóðir slátraðar og  soltið í hel vegna ósamstöðu og heimsku mannsins. Stofnuð hafa verið samtök þjóðanna en þau virðast ekki geta hamið einræðisherra þjóða sem kúga þjóðir og stela þjóðarauð þeirra til eigin nota. Samstöðu er þörf.

Í lok seinni heimstyrjaldar var stofnað félag í Evrópu sem hefur hlotið nafnið Evrópusambandið (ESB). Aðalhlutverk þess var að reyna að koma á reglu mannsins um lífið á öllum stigum þess. Sumt hefur farið úrskeiðis þar en helst er að nefna fjármálakerfið sem ESB hefur ekkert ráðið við síðustu áratugina vegna kröfu um frelsi sem var síðan misnotað til að vissir hópar gætu hagnast úr hófi. Þetta háir þessu samstarfi í dag og erfitt reynist að hemja slíkt kerfi þar sem miklir peningar skapa völd og ótrúlega spillingu. Hinn pólitíski andi (vinstri og hægri) sem ríkir torveldar okkur að komast að niðurstöðu um samstöðu.

En samstaða þjóða eins og Evrópusambandsins er eina leiðin til að koma á reglu sem er bráðnauðsynleg til að við hættum að tortíma jörðinni okkar alveg.

Þegar við hugsum um tilveruna og himingeiminn sjáum við fljótt hvað við höfum gert rangt og það þarf að breyta um stefnu. Lífið sjálft er undur sem kemur og fer. Þvi ættum við að velja sannleikann sjálfan og samstöðu til undirbúnings til komandi kynslóða. Lífið er því sannleikurinn.