Páll Stefánsson ritstjóri Iceland Review var viðstaddur glæsilega sjálfstæðisafmælishátíð Eista fyrr í mánuðinum í Tallinn.  Í grein í Fréttablaðinu í dag lýsir hann samtölum sínum við Eista á hátíðinni um sjálfstæði Eistlands og hvernig það færi saman við veru þeirra í ESB. En eins og allir vita hafa andstæðingar ESB hér á landi lýst því yfir að ef við myndum ganga inn í ESB myndum við missa sjálfstæði okkar?!

Reynsla Eista er allt önnur en spádómar andstæðinga hér á landi boða. Eins og kemur skýrt fram í grein Páls :

Og fullveldið, sjálfstæðið er þeim ALLT. Þess vegna skildu þeir ekki spurningu mína um hvort vera þeirra í Evrópusambandinu skerði ekki þeirra nýfundna frelsi.

„Nei, veran í Evrópusambandinu er trygging fyrir því að við erum þjóð meðal þjóða. Það er hlustað á okkur, og við erum hluti af ákvarðanatöku og regluverki þjóða Evrópu.“

Það eru bara rúmir sjö mánuðir síðan þeir tóku upp evru. Sem hefur strax skilað sér í 18% aukningu á erlendum fjárfestingum í landinu.

„Nú erum við loksins með alvöru gjaldmiðil, sem býr til festu fyrir heimilin, ríkið og fyrirtækin í landinu.“

 

Greinin í heild sinni á Visir.is