Eins og fjallað hefur verið um áður, þá tóku Danir við formennsku í Ráðherraráði Evrópusambandsins um áramótin. Danir munu sinna formennskunni fram í júní 2012.

Nú fyrir stuttu gáfu Danir svo út áætlun sína fyrir þessa sex mánuði, en þar er megináhersla lögð á fjóra þætti. Þeir eru eftirfarandi:

Ábyrg Evrópa: Með þessu er átt við að mikil áhersla verður lögð á sjálfbæran vöxt í fjármálaumhverfi Evrópu, sem og atvinnusköpun.

Kröftug Evrópa: Með því er átt við að hagsæld og vöxt skal stuðningi við sameiginlega markaðinn. Það mun felast í nýsköpun, hátækniiðnaði, grænni atvinnusköpun og nýtingu viðskiptatækifæra á öðrum mörkuðum.

Græn Evrópa: Með þessu er átt við að Evrópusambandið skuli stuðla að grænni þróun evrópska efnahagskerfisins og auka áherslu á sjálfbærni.

Örugg Evrópa: Með þessu ætla Danir að leggja áherslu á að tryggja öryggi Evrópubúa og áhrif Evrópu á alþjóðavettvangi með sameiginlegu átaki aðildarríkjanna og Evrópusamvinnu.

Hér má lesa nánar um áætlun dönsku formennskunnar: http://eu2012.dk/en/NewsList/Januar/~/~/media/Files/Presidency%20programme/EU%20Presidency_Programme_UK_Final%20Web_22_12.ashx?utm_source=apsis-anp-3&utm_medium=email&utm_content=unspecified&utm_campaign=unspecified