Í dag, þann 17. janúar var þýski sósíalistinn Martin Schulz kosinn sem forseti Evrópuþingsins. Schulz fékk 387 af 699 atkvæðum.

Í ræðu sinni að kosningu lokinni lofaði Schulz því að gera þá sem kusu hann stolta á sama tíma og hann lofaði þeim sem ekki kusu hann að hann muni koma þeim skemmtilega á óvart. Þá lofaði hann því einnig að standa undir því orðspori sem hann hefur, að hann sé einhvers konar „pólitískur hrotti“ (e. political bruiser), í þessu nýja embætti, en Schulz er þekktur fyrir skap sitt og sterkan persónuleika.

Hér má lesa meira um kosninguna og niðurstöður hennar: http://euobserver.com/843/114914

Hér má lesa um Martin Schulz: http://en.wikipedia.org/wiki/Martin_Schulz