Dr. Magnús Bjarnason fjallar í nýlegri bók sinni um framtíð Íslands á 21. öldinni. Bókin er byggð á doktorsritgerð hans þar sem metnir eru kostir og gallar aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að aðild Íslands að Evrópusambandinu hefði í för með sér talverðan ávinning, m.a. yrði þjóðarframleiðslan allt að sjö prósentum meiri en ella innan fárra ára.

Helgarblað DV greindi frá niðurstöðum Magnúsar á áhrifum inngöngu á hag íslenskra neytenda. Þær benda til þess að neytendur muni hagnast mikið á lækkuðu matvæla- og vöruverði við inngöngu í ESB. Hann segir að matvælaverð mun lækka fljótlega eftir inngöngu um tíu til tuttugu prósent sem jafngildir tveggja til fjögurra prósenta launahækkun hjá vinnandi fólki. Í Svíþjóð og Finnlandi, lækkaði matvælaverð um tíu prósent ári eftir að þau gerðustu aðilar að sambandinu árið 1995. Hér á landi eru tollar og matvælaverð talsvert hærra og því meira svigrúm til lækkunar.