Eftirfarandi fréttatilkynningu sendi Já Ísland frá sér í dag:

Hagsmunir íslenskra heimila í umræðunni um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu munu vega þungt þegar kemur að því að taka ákvörðun um hvort ganga skuli í ESB eða ekki.

Augljóst er að gjaldmiðlamál skipta þar miklu máli.  Til að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun um hvort aðild gagnist heimilunum í landinu er mikilvægt að skoða samanburð við þær þjóðir sem hafa evru og kjör sem bjóðast í þeim ríkjum.

Hagstofa Íslands tók saman gögn fyrir Já Ísland sem sýna hækkun og lækkun á verði á vörum og þjónustu frá árinu 2008 til dagsins í dag.  Um er að ræða samræmda vísitölu neysluverðs sem Eurostat, Hagstofa Evrópusambandsins, tekur saman reglulega.  Á þeim tölum má sjá gífurlega mikinn mun á þróun verðlags hér á landi og í Evruríkjunum.

Já Ísland, leggur mikla áherslu á horft sé til staðreynda þegar fjallað er um mögulega aðild Íslands að ESB.  Þessi samantekt er tilraun til að hafa jákvæð áhrif á þá umræðu,  til gagns og fróðleiks.

Tímabilið 2008 – 2012

Dæmi:

– Heildar hækkun á vöru og þjónustu á Íslandi er 34,9% en 5,8% á Evrusvæðinu.

– Matarkarfan hækkaði á Íslandi um 32% en 5,2% á Evrusvæðinu.

– Áfengi og tóbak hækkaði á Íslandi um 55,9% en 14,9% á Evrusvæðinu.

– Föt og skór hafa hækkað á Íslandi um 31,4% en lækkaði um 7,9% á Evrusvæðinu.

Nánari upplýsingar veitir Bryndís Ísfold, framkvæmdastjóri Já Ísland.