evropustofaEvrópustofa hefur ákveðið að bjóða upp á vinsælt námskeið um ESB, Ísland og Evrópa: Samband á tímamótum, á Egilsstöðum, Akureyri, Selfossi og í Reykjanesbæ, í febrúar.

Á námskeiðinu er farið yfir Evrópumálin á aðgengilegan og áhugaverðan hátt út frá sjónarhóli Íslands. Það hentar öllum sem hafa áhuga á Evrópumálum og engrar sérþekkingar er krafist.

Farið verður yfir sögu ESB, stofnanir þess og uppbyggingu, og hvernig ákvarðanir eru teknar innan sambandsins. Fjallað verður um umsókn Íslands og aðildarviðræðurnar sem nú standa yfir og hvaða afleiðingar möguleg aðild Íslands að ESB geti haft fyrir Ísland. Loks verður skoðað hvernig ESB hefur brugðist við fjármálakreppunni og hvaða áskoranir eru framundan fyrir framtíð Evrópusamvinnu.

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að vera vel kunnugir grundvallarhugtökum í umræðunni um Evrópumál og vera betur í stakk búnir til að taka þátt í umræðunni á gagnrýninn og upplýstan hátt.

Kennari námskeiðsins er Auðbjörg Ólafsdóttir, stjórnmála- og hagfræðingur.

Námskeiðið verðu haldið á Egilstöðum miðvikudaginn 20. febrúar 2013.
Staðsetning: Austurbrú Vonarlandi, Tjarnarbraut 39e Egilsstöðum.
Verð: 1000 kr.
Hefst: kl. 19:00
Skráning fer fram á heimasíðu Austurbrúar

Námskeiðið verður haldið á Akureyri fimmtudaginn 21. febrúar 2013.
Verð: 1000 kr.
Hefst: kl. 19:00
Skráning fer fram á heimasíðu Símeyjar

Námskeiðið verður haldið í Reykjanesbæ mánudaginn 25. febrúar 2013.
Námskeiðið er haldið hjá MSS að Krossmóa 4a.
Verð: 1000 kr.
Hefst: kl. 19:00
Skráning fer fram á heimasíðu MMS, miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum

Námskeiðið verður haldið á Selfossi miðvikudaginn 27. febrúar 2013, og verður í boði í fjarfundi á Flúðum, Hvolsvelli, Vík og Klaustri.
Verð: 1000 kr.
Hefst: kl.19:00
Skráning fer fram á heimasíðu Fræðslunets Suðurlands