Náttúra Íslands og ESB

Staðsetning
Kaffi Sólon
Bankastræti 7a, 101 Reykjavík. ( Sjá kort )
febrúar 28, 2012
kl. 12:00:00 til 13:00:00.


Á morgun, þriðjudaginn 28. febrúar, stendur Evrópuvakt Samfylkingarinnar fyrir opnum fundi á Kaffi Sólon (2. hæð), um náttúru Íslands og Evrópusambandið.

Það eru þingmennirnir Mörður Árnason og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sem munu ræða kosti og galla ESB aðildar fyrir umhverfi og náttúru Íslands.

Fundurinn hefst kl. 12.00 og stendur í klukkustund. Fundarstjóri er Dofri Hermannsson, formaður Græna netsins.

Fundarmenn eru hvattir til að taka þátt og láta í ljós sínar skoðanir og bera fram fyrirspurnir. Að vanda verður hádegisverðurinn á viðráðanlegu verði.

Hér má sjá viðburðinn á netinu: http://www.facebook.com/events/235442559880785/