Netverslun

Eftir  samningaviðræður milli Evrópuþingsins og 27 aðildarríkja ESB hefur verið komist að samkomulagi um að bæta réttindi neytenda á innri markaðinum. Um er að ræða lög sem tryggja aukin réttindi og verndun neytenda þegar kemur að netverslun, sem færst hefur í aukana síðastliðin ár milli ríkja ESB.

Með nýju lögunum munu neytendur sem versla á netinu hafa 14 daga til þess að skipta um skoðun og skila vörunni sem keypt var. Þá skulu endurgreiðslur berast innan tveggja vikna. Einnig skulu vörur berast til kaupenda innan þrjátíu daga og upplýsingar um verð og kostnað vera skýrar. Loks skal kaupandi vera upplýstur um að hann geti skipt um skoðun þegar hann verslar, en ef það bregst hefur kaupandinn ár til þess að skila vörunni.

Verslun og þjónusta eins og með bílaleigubíla, flugmiða og hótelbókanir falla þó ekki undir þessi nýju lög sem og vörur sem skemmast, eins og matur. Niðurhal á tónlist, kvikmyndum og hugbúnaði eru einni gundanskildar frá lögunum.

Aðildarríki hafa nú til 1. Janúar 2013 til þess að innleiða þessa nýju löggjöf ESB í eigin lög og tryggja þar með aukin réttindi í netverslu.  Sagt er frá þessu á fréttavefnum Euronews.