Í dag, þann 17. janúar, var Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, afhent ný skýrsla sem helstu sérfræðingar Noregs hafa tekið saman um kosti og galla EES-samningsins og áhrif samningsins þar í landi.

Niðurstaða skýrslunnar er sú að „samningurinn hefur á 18 ára tímabili reynst Norðmönnum afar ábatasamur en felur í sér meira framsal á fullveldi en innganga í sjálft Evrópusambandið“ (tekið af ruv.is).

Skýrslan, sem er meira en 900 blaðsíður á lengd, greinir frá því að um 8000 tilksipanir hafa verið samþykktar á þessum árum, og því hafi Evrópusambandið mikil áhrif á norskt samfélag, en Norðmenn hafi ekkert að segja um ákvarðanatöku sem þá varðar.

Samkvæmt frétt á aftenposten.no, gefur skýrslan góð rök fyrir fulla aðild Noregs að Evrópusambandinu.

Hér má lesa frétt Aftenposten (á norsku): http://www.aftenposten.no/nyheter/iriks/politikk/Rapport-EOS-avtalen-er-en-demokratisk-fiasko-for-Norge-6742382.html#.TxWlSaU9U1v

Hér er svo öll skýrslan (á norsku): http://www.regjeringen.no/pages/36797426/PDFS/NOU201220120002000DDDPDFS.pdf

Frétt RUV: http://ruv.is/frett/segjum-ekki-upp-ees-samningnum