Síðastliðið þriðjudagskvöld hittust ellefu ungir „landráðsmenn“ í reykfylltu bakherbergi í Skipholti. Lögðu þau þar fram ný drög að afnámi sjálfstæðis íslensku þjóðarinnar, því það er eindreginn vilji þessara föðurlandssvikara að Ísland skipi sér senn í flokk ósjálfstæðra og ófullvalda ríkja á borð við Danmörku, Svíþjóð, Þýskaland, Bretland og Frakkland, auk annarra aðildarríkja Evrópusambandsins.

Hópurinn hefur það reyndar einnig að markmiði að tryggja íslenskum þegnum aukið frelsi í ferðalögum, viðskiptum og verslun, sem og stuðla að lægra vöruverði, ódýrari skólagjöldum erlendis og bjartri framtíðarsýn í samvinnu við nágrannaríki Íslands í gegnum aðild Íslands að ESB.

Félagið heitir Ungir Evrópusinnar og er nýkjörinn formaður Dagbjört Hákonardóttir. Aðrir í stjórn eru:

Varaformaður: Freyja Steingrímsdóttir
Ritstjóri: Elís Rúnarsson
Gjaldkeri: Örvar Rafnsson
Ritari: Stefán Rafn Sigurbjörnsson
Meðstjórnandi: Auður Geirsdóttir
Meðstjórnandi: Bjarni Þór Pétursson
Meðstjórnandi: Brynhildur Bolladóttir
Meðstjórnandi: Guðrún Sóley Gestsdóttir
Meðstjórnandi: Hörður Unnsteinsson
Meðstjórnandi: Natan Kolbeinsson

Meðfylgjandi er mynd af nýkjörnum formanni félagsins.