Á heimasíðu Matvælastofnunar er frétt um það að breytingar séu í vændum á reglu um merkingu matvæla, en eftir margra ára vinnu innan Evrópusambandsins er búið að gefa út reglugerðina „Food information to consumers“ eða Upplýsingar um matvæli til neytenda“.

Samkvæmt fréttinni er „markmið reglnanna að auðvelda neytendum að taka upplýsta ákvörðun við fæðuval með því að tryggja að mikilvægar upplýsingar sem tengjast heilnæmi, öryggi og innihaldi matvara birtist á viðunandi hátt á umbúðum og víðar“. Með þessari reglugerð verður erfiðara að villa um fyrir neytendum um innihald og samsetningu matvæla.

Þessi nýja reglugerð Evrópusambandsins verður tekin upp á Íslandi á næstu misserum.

Nánari upplýsingar um reglugerðina má finna hér: http://www.lbs.is/index.aspx?GroupId=1494&TabId=1504&NewsItemID=3747&ModulesTabsId=2488

 

Reglugerðina sjálfa, á ensku, má síðan lesa hér: http://eur-lex.europa.eu/LexUriServ/LexUriServ.do?uri=OJ:L:2011:304:0018:0063:EN:PDF