Í dag hefst svokölluð rýnivinna þar sem sérfræðingar Íslands og Evrópusambandsins munu fara yfir efni hina 33 kafla löggjafar ESB. Í þessari rýnivinnu verður nákvæmlega skilgreint hvar löggjöf Íslands og ESB er frábrugðin, um hvað þarf að semja og að því loknu verða eiginlegar samningaviðræður um einstaka kafla opnaðar. Búist er við því að vinnunni ljúki um mitt næsta ár.