Leiðtogar Evrópusambandsins hafa undirritað nýjan sáttmála sem á að tryggja aga í fjármálum aðildarríkjanna.

Í frétt á RÚV segir að sáttmálinn „miðar að því að tryggja jafnvægi í fjárlögum aðildarríkja að viðlagðri sekt fari hann umfram tilgreind mörk. Miðað er við svokallaða gullna reglu um að fjárlagahalli verði ekki meiri en sem nemur 0,5 prósentum af vergri landsframleiðslu.“

Það voru hins vegar tvö ríki, Bretland og Tékkland, sem ekki undirrituðu þennan nýja sáttmála. Þau ríki eru því ekki aðilar að sáttmálanum.

Sáttmálinn mun taka gildi þegar 12 af þjóðþingum aðildarríkjanna hafa staðfest hann. Þá hafa Írar lýst því yfir að þeir muni halda þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja sáttmálann. Einnig hefur Francois Hollande, forsetaframbjóðandi Sósíalista í Frakklandi, lýst yfir að hann vilji endurskoða nokkur ákvæði sáttmálans.

Hér er frétt rúv um sáttmálann: http://ruv.is/frett/nyr-esb-sattmali-undirritadur

Og hér má lesa frétt EurActiv um sama efni: http://www.euractiv.com/future-eu/25-eu-leaders-sign-fiscal-compact-treaty-news-511260