Tékkinn Štefan Füle tók nýlega við embætti stækkunarstjóra Evrópusambandsins. Hann leiðir því samningaviðræður við Ísland eins og önnur lönd sem sótt hafa um aðild að ESB. Hann ræðir um starfið og það sem framundan er í stækkunarmálum í viðtali við vefmiðilinn EurActiv sem birtist þar í dag, 30. mars. Það er fróðlegt að lesa viðtalið við Füle og sjá hvað hann segir um Ísland. Það er raunar ekki mikið en greinilegt að hann hefur áhyggjur af viðhorfi almennings til aðildar um þessar mundir. Það er skiljanlegt. Greinilegt er að Ísland er ekki í huga hans erfiðasta eða flóknasta verkefnið á hans borði.