Evrópuvefnum barst nýlega spurningin „Er ekki rétt skilið að tollar á vörum milli ESB-ríkja falla niður við inngöngu í ESB, til dæmis þegar vara er pöntuð á Netinu?“.

Stutta svarið við þessari spurningu er samkvæmt Evrópuvefnum: „Jú, þetta er rétt skilið, innflutningstollar á vörum sem fluttar eru inn til landsins til einkanota frá ESB-ríkjum mundu falla niður við aðild Íslands að ESB. Þetta gildir hvort sem vörurnar eru pantaðar á Netinu, í gegnum síma eða einstaklingar ferðast með þær sjálfir yfir landamæri.“

Einnig segir: „Við aðild Íslands að ESB gætu einstaklingar því keypt til einkanota flest allar vörur, hvort sem þær eru framleiddar innan ESB eða ekki, frá öðrum aðildarríkjum án þess að greiða aðflutningsgjöld (tollar, vörugjöld, virðisaukaskattur heimalands). Þess í stað eru greiddir sömu skattar og gjöld (virðisaukaskattur sölulands) og tíðkast í því landi sem varan er pöntuð frá.“ Því er síðan bætt við að undanþegið frá þessari almennu reglu eru áfengi, tóbak og ökutæki.

Semsagt, það væri ódýrara fyrir íslenska neytendur að versla milli ESB-ríkja ef ísland gengi í Evrópusambandið, líka þegar pantað er á netinu.

Nánar um málið á: http://evropuvefur.is/svar.php?id=60141