Eftir að kráareigandinn Karen Murphy á Englandi fékk nóg af háum gjöldum fyrir áskrift að Sky Sports íþróttastöðinni náði hún sér í grískan gervihnattalykil í staðinn sem er mun ódýrari. Fyrir þetta fékk Karen sekt en hún höfðaði þá mál fyrir Evrópudómstólnum.

Dómstóll Evrópusambandsins úrskurðaði í málinu í gær Kareni í vil og getur hún nú keypt áskrift hvar sem hún vill í Evrópu. Bann gegn því brjóti í bága við frelsið til að selja þjónustu sína hvar sem er í Evrópu.

Fyrir knattspyrnuáhugamenn í Evrópu þýðir þetta að þeir geta keypt sér sjónvarpsáskrift frá þeim fyrirtækjum sem þeir vilja eiga viðskipti við og sparað  sér þannig fjármuni.

Samkvæmt frétt á RÚV verður nú samkeppni á markaði þar sem einokun ríkti áður. Þar kemur einnig fram að „þótt dómstóll Evrópusambandsins hafi ekki lögsögu hér á landi tekur EFTA-dómstóllinn mið af niðurstöðum dómstóls Evrópusambandsins og því næsta víst að niðurstaðan gildi líka fyrir Ísland“.

Nánar um málið á: http://www.ruv.is/frett/odyrari-gervihnattarfotbolti