Ingvi Már Pálsson, skrifstofustjóri í Iðnaðarráðuneytinu, og Arnar Guðmundsson, verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu, munu ræða aðildarviðræðurnar og orkuauðlindir Íslendinga á hádegisfundi Evrópuvaktar Samfylkingarinnar á Sólon 17. apríl. Fundurinn hefst kl. 12.00, stendur í klukkustund og er öllum opinn.

Evrópuvakt Samfylkingarinnar stendur fyrir hádegisfundaröð um Ísland í Evrópu í vetur. Fundirnir verða haldnir annan hvern þriðjudag á Kaffi Sólon (efri hæð) í Bankastræti frá kl. 12.00 til 13.00 og eru öllum opnir.

Allir velkomnir.