Annar fundur í fundaröð Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands Evrópusamræður veturinn 2012-13, föstudaginn 2. nóvember.

Að hvaða leyti má telja orkuöryggi pólitískt málefni frekar en efnahagslegt í Evrópusambandinu? Hvaða áhrif kann stefna ESB í orkumálum að hafa á Íslandi? Er líklegt að landfræðileg lega landsins auki vægi Íslands í augum ESB með tilliti til málefna Norðurslóða og þeirra auðlinda sem þar finnast? Hvaða áskoranir þurfa Eystrasaltsríkin, sem öll teljast til smáríkja, að takast á við með tilliti til orkuöryggis og hvernig farnast þeim í samskiptum sínum við valdamikla nágranna?

Breytt stefna ESB: Orkuöryggi í Norður-Atlantshafi
Dr. Amelia Hadfield frá Vrije háskóla í Brussel fjallar um efnahagsleg og pólitískt sjónarmið ESB varðandi orkuöryggi og skoðar sérstaklega það hlutverk sem Ísland kann að leika með tilliti til landfræðilegrar stöðu á norðurslóðum og mögulegrar aðildar að ESB.Orkuöryggi í Eystrasaltsríkjunum
Romas Svedas, sérfræðingur í orkuöryggismálum og fyrrverandi aðstoðarráðherra í orkumálum í Litháen, heldur erindi um þær áskoranir sem Eystrasaltsríkin standa frammi fyrir á sviði orkuöryggis og þá möguleika sem felast í svæðisbundnu samstarfi á sviði orkuöflunar.Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur og varaforseti Alþjóða vatnsorkusamtakanna, ræðir orkuöryggi frá íslensku sjónarhorni og tekur þátt í pallborðsumræðum í lokin.

Málstofan hefst kl. 12 í stofu 201 í Odda. Fundurinn fer fram á ensku og allir eru velkomnir. Nánari upplýsingar á vefsíðu stofnunarinnar: www.ams.hi.is

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands heldur tíu málstofur um Evrópusamrunann og Ísland í vetur. Stofnunin hlaut styrki frá Evrópustofu og úr Jean Monnet sjóði ESB til að stuðla að upplýstri umræðu um Evrópumál á Íslandi