„Nokkrir þingmenn hófu upp raust sína fyrir skömmu og fóru fram á að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Rökin fyrir þessari kröfu eru haldlítil og svo óljós að erfitt er að henda reiður á þeim.″

Svo skrifar Anna Margrét Guðjónsdóttir, stjórnarmaður í Sterkara Íslandi í grein sinni í Fréttablaðinu 30. október. Greinina kallar hún Klárum dæmið.

Þar segir ennfremur:

„Óttinn við fulla aðlögun á meðan á aðildarviðræðuferlinu stendur byggir á vanþekkingu sem rétt er að uppræta. Hér skulu nefnd dæmi um þrjú verkefni sem gætu fallið undir hina svokölluðu IPA-aðstoð Evrópusambandsins sem framangreindir þingmenn óttast svo mjög. Fyrst má nefna að nauðsynlegt er að þróa ýmsa gagnagrunna á sviði landbúnaðar. Hluti þeirra varðar landupplýsingar sem mikil vægt er að liggi fyrir við mótun samningsafstöðu Íslands en geta einnig nýst íslenskum stjórnvöldum við innlenda stefnumótun óháð aðild. ESB vill kosta þessa framkvæmd að miklu leyti og veita um leið íslenskum sérfræðingum dýrmæta þekkingu og störf í nokkur ár.″

Grein Önnu Margrétar í Fréttablaðinu.